Í kvöld klárast A-D riðlar Meistaradeildarinnar og hér má sjá samantekt á því hvað er í húfi fyrir lokaumferðina. Það er nákvæmlega engin spenna í C-riðli en allt galopið í D-riðli.
Tvö efstu lið hvers riðils komast áfram í útsláttarkeppnina en liðið í þriðja sæti færist niður í Evrópudeildina.
Tvö efstu lið hvers riðils komast áfram í útsláttarkeppnina en liðið í þriðja sæti færist niður í Evrópudeildina.
A-riðill:
20:00 Rangers - Ajax
20:00 Liverpool - Napoli
1. Napoli 15 stig (komið áfram
2. Liverpool 12 stig (komið áfram)
3. Ajax 3 stig
4. Rangers 0 stig
Liverpool þarf að vinna Napoli með fjögurra marka mun eða meira til að tryggja sér efsta sætið, annars vinnur ítalska liðið riðilinn.
Rangers þarf að vinna Ajax með fimm marka mun eða meira til að ná Evrópudeildarsæti, annars er liðið fallið úr Evrópukeppnum. Í Meistaradeildinni eru innbyrðis viðureignir á undan markatölunni.
B-riðill:
17:45 Porto - Atletico Madrid
17:45 Leverkusen - Club Brugge
1. Club Brugge 10 stig (komið áfram)
2. Porto 9 stig (komið áfram)
3. Atletico Madrid 5 stig
4. Bayer Leverkusen 4 stig
Club Brugge vinnur riðilinn ef liðið nær að jafna úrslit Porto eða bæta þau. Ef Porto fær fleiri stig en belgíska liðið þá vinnur það riðilinn.
Atletico mun fara í Evrópudeildina nema Bayer Leverkusen nái betri úrslitum. Þýska liðið endar í þriðja sæti ef það nær í fleiri stig en Madrídarliðið.
C-riðill:
20:00 Bayern - Inter
20:00 Plzen - Barcelona
1. Bayern München 15 stig (komið áfram
2. Inter 10 stig (komið áfram)
3. Barcelona 4 stig (í Evrópudeildina)
4. Viktoria Plzen 0 stig (úr leik)
Öll sæti riðilsins eru ráðin og ekkert undir í leikjunum.
D-riðill:
20:00 Sporting - Eintracht Frankfurt
20:00 Marseille - Tottenham
1. Tottenham 8 stig
2. Sporting Lissabon 7 stig
3. Eintracht Frankfurt 7 stig
4. Marseille 6 stig
Langjafnasti riðillinn. Öll fjögur liðin vita að sigur mun tryggja sæti í útsláttarkeppninni. Öll liðin eiga möguleika á að vinna riðilinn en Tottenham er öruggt með toppsætið með sigri.
Tottenham og Sporting þurfa jafntefli til að komast áfram. Ef Tottenham tapar endar liðið í þriðja sæti og fer í Evrópudeildina.
Athugasemdir