Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   þri 01. nóvember 2022 19:23
Brynjar Ingi Erluson
Viðræðum Wolves og Lopetegui miðar áfram
Enska úrvalsdeildarfélagið Wolves er komið aftur í viðræður við spænska þjálfarann Julen Lopetegui en þetta kemur fram í frétt Guardian.

Wolves lét Bruno Lage fara frá félaginu í síðasta mánuði og þá var Lopetegui rekinn frá Sevilla á svipuðum tíma.

Hann var fyrsti kostur hjá Wolves en viðræðurnar gengu illa og ætlaði Lopetegui að taka sér hlé frá þjálfun.

Það var því í annað sinn sem hann hafnaði félaginu á ferlinum en nú er von fyrir Wolves.

Samkvæmt frétt Guardian er Wolves aftur komið í samband við Lopetegui og miðar viðræðum áfram. Félagið vonast til þess að ganga frá samningum á næstu dögum.

Steve Davis hefur verið bráðabirgðastjóri Wolves síðan Lage var rekinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner