Viktorija Zaicikova hefur framlengt samning sinn við ÍBV og gildir hann núna til ársins 2024.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vestmannaeyingum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vestmannaeyingum.
Viktorija hefur leikið tvö tímabil með liði ÍBV, leikið samtals 48 leiki með liðinu og skorað í þeim ellefu mörk. Hún er 22 ára landsliðskona hjá Lettlandi sem hefur leikið margar stöður í liði ÍBV, til að mynda í bakverði, inni á miðjunni og á köntunum.
„Mikil ánægja er innan félagsins með þessar fregnir og hlökkum við til komandi leiktíðar með Viktoriju innanborðs," segir í tilkynningu ÍBV.
Áður hafði verið tilkynnt að Olga Sevcova, sem er einnig frá Lettlandi, hefði framlengt samning sinn við ÍBV til 2025. Hún var besti leikmaður ÍBV á síðustu leiktíð.
ÍBV, sem hafnaði í sjötta sæti Bestu deildarinnar í sumar, er í þjálfaraleit fyrir næstu leiktíð.
Athugasemdir