Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
   mið 02. apríl 2025 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorleifur Úlfarsson.
Þorleifur Úlfarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net í dag. Besta deildin hefst á laugardag, þá hefst titilvörn Íslandsmeistaranna.

„Við ætlum að mæta eins undirbúnir og við mögulega getum. Við erum með hrikalega öflugan hóp og gott lið, erum búnir að æfa vel og erum mjög tilbúnir í þetta. Við ætlum að sýna eins góða frammistöðu og mögulega hægt er í hverjum einasta leik. Það er einfalda svarið," sagði Dóri aðspurður hvernig Breiðablik ætlar sér að verja titilinn.

Davíð Ingvarsson og Kristinn Jónsson verða ekki klárir í leik Breiðabliks gegn Aftureldingu á laugardag. Kristófer Ingi Kristinsson verður svo frá í lengri tíma. Það verður því líklega annað hvort hinn ungi Gabríel Snær Hallsson eða reynsluboltinn Andri Rafn Yeoman sem verður í vinstri bakverðinum í opnunarleiknum. „Það er ekki langt í Davíð og Kidda. Hópurinn lítur mjög vel út."

Breiðablik hefur verið orðað við Þorleif Úlfarsson að undanförnu. Þorleifur hefur glímt við meiðsli í u.þ.b. ár en hann fékk sig lausan frá ungverska félaginu Debrecen fyrr í vetur. Framherjinn er að komast af stað eftir meiðsli, æfði aðeins með Blikum í æfingaferð liðsins og spurning hvar hann spilar næst á ferlinum.

„Við erum ekki aktíft að skoða leikmenn. En ef það dettur eitthvað upp í hendurnar á okkur sem virkilega styrkir okkur þá skoðum við það alvarlega."

„Dolli er hjá okkur alla daga og æfir með okkur eins langt og það nær. Fótboltinn hefur aðeins minnkað hjá honum (á síðustu æfingum), hann er bara í stífri endurhæfingu. Hann er auðvitað Bliki og er hjá okkur núna. Svo sjáum við til hvað verður með það."


Félagaskiptaglugginn lokar 29. apríl. Það yrði kannski ekkert svakalega óvænt ef hann fengi félagaskipti í Breiðablik fyrir 29., eða hvað?

„Við erum raunverulega ekki komnir svo langt ennþá. Ef við getum fundið einhverja lausn sem hentar báðum aðilum, hann geti styrkt okkur í einhvern tíma og við hjálpað honum að komast af stað, í einhverjum draumaheimi væri það flott lausn. En við erum ekki alveg komnir þangað ennþá."
Athugasemdir
banner
banner