Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   mið 02. nóvember 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi vaknaði upp við martraðir í heilt ár
Lionel Messi, einn besti fótboltamaður allra tíma, er á leið á sitt síðasta heimsmeistaramót með Argentínu.

Messi hefur aldrei unnið þetta mót og er alveg ljóst að það er efst á óskalistanum hjá honum sem og mörgum fótboltaunnendum fyrir þessi jól.

Messi komst næst því að lyfta bikarnum fræga árið 2014 þegar Argentína komst í úrslitaleikinn. Liðið tapaði hins vegar fyrir Þýskalandi í framlengdum leik.

Fabián Soldini, fyrsti umboðsmaður Messi, segir að ofurstjarnan hugsi enn til 2014.

Hann segist hafa hitt Messi ári eftir mótið í Brasilíu og þá sagði Messi við hann að henn hefði ekki getað sofið í heilt ár út af úrslitaleiknum. „Ég vakna alltaf og hugsa um úrslitaleikinn. Ég get ekki sofið," á Messi að hafa sagt.

Messi mætir til Katar staðráðinn í að taka gullið.
Athugasemdir
banner
banner
banner