Harry Maguire, varnarmaður enska landsliðsins, var á dögunum beðinn um að velja fimm manna úrvalslið sitt.
Hann þrjá af samherjum sínum í enska landsliðinu í úrvalsliðið ásamt sjálfum sér.
Hann valdi John Stones í vörnina og Declan Rice inn á miðsvæðið. Þá er Harry Kane í fremstu víglínu. Með Kane frammi er Cristiano Ronaldo, fyrrum liðsfélagi Maguire, í Manchester United.
„Við leyfum Ronnie og H (Kane) bara að leika sér frammi og skora mörkin. Við hinir sjáum um að verjast. Með þessa tvo frammi þá er leikurinn búinn áður en hann er spilaður."
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið frá enska fótboltasambandinu þar sem Maguire fer yfir þetta.
Athugasemdir