
Dannmörk féll úr leik á HM á miðvikudag er þeir töpuðu fyrir Ástralíu í lokaleik sínum í riðlakeppninni. Danir enduðu á botni síns riðils með aðeins eitt stig.
Það gekk ekkert upp hjá Dönum á þessu móti og hafa þeir verið harðlega gagnrýndir fyrir sína frammistöðu.
Leikmenn mættu ekki nægilega klárir til leiks og gott dæmi um það er myndband sem er núna í dreifingu á veraldavefnum.
Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Dana, sendi varamenn sína inn á með miða í leiknum gegn Ástralíu. Miðinn var eflaust með einhverjar leiðbeiningar fyrir danska liðið er varðaði skipulag liðsins.
Miðinn endaði í jörðinni og tók Mitchell Duke, leikmaður Ástralíu, hann upp. Hann fór með hann út að hliðarlínu og gaf Graham Arnold, landsliðsþjálfaranum, miðann. Þetta gaf Áströlum færi á því að bregðast við breytingum Dana fljótt og með auðveldum hætti.
Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessu.
Footage of *the* note falling into the wrong hands 😂#FIFAWorldCup pic.twitter.com/Pe8cImNbgF
— Danish Football (@DanishFTBL) December 2, 2022
Athugasemdir