Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   fös 02. desember 2022 00:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
VAR fær falleinkunn hjá Souness og Neville - „Hundruðir myndavéla á völlunum"
Mynd: EPA
Stórt vafaatriði átti sér stað í leik Japans og Spánar í kvöld. Japan tók forystuna snemma í siðari hálfleik, aðeins þremur mínútum eftir að hafa jafnað metin. Atvikið var skoðað í VAR þar sem boltinn var mögulega farinn framhjá áður en Japan skoraði.

Graeme Souness og Gary Neville hjá ITV voru ekki sáttir með sjónarhornin sem voru sýnd í sjónvarpinu en ómögulegt var að greina hvort um réttann dóm væri að ræða.

„Ég trúi ekki á samsæriskenningarnar. Mér finnst þeir bara ekki hafa náð að sanna mál sitt nógu vel á þessu móti. Frá fyrsta rangstöðumarkinu í Ekvador - Katar hef ég átt í vandræðum með þetta og fundist óþægiegt að við fáum ekki að sjá réttu sjónarhornin. Mér finnst það ekki rétt," sagði Neville.

„Það eru hundruðir myndavéla á völlunum þannig við getum ekki misst af neinu en samt höfum við farið aftur í að sýna þessar ákvarðanir."

Þetta mark var ansi dýrkeypt fyrir Þjóðverja en Þýskaland hefði komist áfram ef leikur Japans og Spánar hefði endað með jafntefli.

„Það eru 80 milljón Þjóðverjar brjálaðir núna að bíða eftir að sjá mynd sem sýnir að boltinn hafi ekki farið útaf. Það vilja allir sem hafa áhuga sjá þessa mynd. Af hverju er FIFA ekki að sýna okkur svona mikið vafaatriði, það sem kostaði Þýskaland svona rosalega."


Athugasemdir
banner
banner
banner