Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   sun 05. janúar 2025 12:54
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Fulham og Ipswich: Komast nýliðarnir úr fallsæti?
Sammie Szmodics byrjar hjá Ipswich
Sammie Szmodics byrjar hjá Ipswich
Mynd: EPA
Fulham og Ipswich Town eigast við á Craven Cottage í 20. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 14:00 í dag.

Heimamenn í Fulham eru án taps í síðustu sjö deildarleikjum en liðið hefur unnið tvo og gert tvö jafntefli á meðan Ipswich hefur unnið tvo og tapað fimm í síðustu sjö.

Marco Silva gerir eina breytingu á liði Fulham. Tom Cairney kemur inn fyrir Andreas Pereira sem fer á bekkinn.

Kieran McKenna gerir á meðan tvær breytingar frá 2-0 sigrinum á Chelsea. Benjamin Johnson kemur inn í vörnina í stað Wes Burns og þá kemur Sammie Szmodics inn fyrir Omari Hutchinson. Burns er á bekknum en Hutchinson er ekki með í dag.

Fulham: Leno; Diop, Andersen, Bassey; Castagne, Cairney, Lukic, Robinson; Wilson, Raúl Jiménez, Iwobi

Ipswich: Walton; Johnson, O'Shea, Greaves, Wolfenden, Davis; Morsy, Cajuste; Broadhead, Szmodics; Delap.
Athugasemdir
banner
banner
banner