Arsenal er í leit að nýjum yfirmanni fótboltamála eftir að Edu Gaspar sagði upp starfi sínu fyrir áramót til að starfa fyrir Evangelos Marinakis eiganda Nottingham Forest.
Það hafa margir einstaklingar verið nefndir til sögunnar sem arftakar Edu og er Andrea Berta talinn líklegastur samkvæmt heimildum Fabrizio Romano.
Berta hefur verið yfirmaður fótboltamála hjá Atlético Madrid í tæpan áratug og fengið leikmenn á borð við Rodri, Antoine Griezmann, David Villa og Jan Oblak til félagsins.
Hann er 54 ára gamall Ítali og er einn af mörgum sem er orðaður við Arsenal, ásamt mönnum á borð við Tomas Rosicky, Dan Ashworth og Roberto Olabe.
Athugasemdir