Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   mán 03. mars 2025 20:04
Ívan Guðjón Baldursson
Sigur hjá Damir - Fanney spilaði í stórsigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í leikjum dagsins víða um heim, þar sem Damir Muminovic lék allan leikinn í góðum sigri DPMM í Singapúr.

DPMM vann 3-1 í singapúrska bikarnum og er í efsta sæti í sínum riðli, með sjö stig eftir þrjár umferðir.

Í efstu deild í Danmörku gerði Lyngby jafntefli á útivelli gegn Bröndby í nágrannaslag í höfuðborginni. Sævar Atli Magnússon lék allan leikinn í liði Lyngby sem er í harðri fallbaráttu.

Sævar og félagar tóku forystuna snemma í síðari hálfleik en heimamenn í liði Bröndby jöfnuðu í uppbótartíma til að bjarga stigi.

Lyngby er með 12 stig eftir 20 umferðir og þarf að safna sem flestum stigum fyrir lokakafla tímabilsins.

Að lokum fóru leikir fram í sænska kvennaboltanum, þar sem Bryndís Arna Níelsdóttir var í tapliði Växjö gegn Malmö í fyrstu umferð í Svenska Cupen.

Växjö komst í tveggja marka forystu en missti hana niður og urðu lokatölur 4-3.

Fanney Inga Birkisdóttir, fædd 2005, varði þá mark BK Häcken í 7-1 sigri gegn Vittsjö.

DPMM 3 - 1 Albirex Niigata

Brondby 1 - 1 Lyngby

Malmo 4 - 3 Vaxjo

Hacken 7 - 1 Vittsjo

Athugasemdir
banner
banner
banner