Berglind Rós Ágústsdóttir hefur skrifað undir samning við Sporting de Huelva í spænsku úrvalsdeildinni.
Frá þessu var greint í kvöld.
Frá þessu var greint í kvöld.
Berglind, sem hefur leikið Aftureldingu, Fylki og Val á Íslandi, yfirgaf sænska félagið Örebro seint á síðasta ári eftir að hafa leikið þar í tvö ár. Hún var í stóru hlutverki hjá Örebro en ákvað að söðla um.
„Ég hef fengið áhuga erlendis frá og hér heima. Ég er að meta hvað er best í stöðunni, hvað mig langar að gera og hvað heillar mig," sagði Berglind í viðtali við Fótbolta.net á síðasta ári.
Hún er í námi hér heima og var mikill áhugi á henni hjá félagsliðum á Íslandi, en þetta var greinilega of gott tækifæri til að hafna.
Huelva er sem stendur í sjöunda sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, deild sem hefur verið að vaxa mikið.
Hin 27 ára gamla Berglind getur leyst flestar stöðurnar á vellinum. Á síðustu leiktíð leysti hún stöðu framherja hjá Örebro og blómstraði þar. Hefur hún lengst af á sínum ferli þó spilað sem miðjumaður en það verður fróðlegt að sjá í hvaða stöðu hún mun spila á Spáni.
Sjá einnig:
Berglind tekur ákvörðun á næstu vikum - „Það er bara fifty-fifty"
Athugasemdir