Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Enski boltinn - Þetta er búið
Enski boltinn - Svo gott sem komið hjá Liverpool
Tveggja Turna Tal - Eiður Ben Eiríksson
Hugarburðarbolti GW 26 Liverpool er langbesta lið deildarinnar !
Útvarpsþátturinn - Gylfaginning og ársþingið
Ótímabæra spáin fyrir Bestu deild kvenna
Hugarburðarbolti GW 25 Er kominn nýr egypskur prins í úrvalsdeildina ?
Og allt í einu er Gylfi kominn í Víking
Enski boltinn - Er botninum náð?
Tveggja Turna Tal - Guðjón Pétur Lýðsson
Útvarpsþátturinn - Sögulegur sigur, Siggi Raggi og ungir leikmenn
Enski boltinn - Sá síðasti í Guttagarði, töfrar í bikar og vesen á City
Tveggja Turna Tal - Finnur Orri Margeirsson
Útvarpsþátturinn - Heima í Helsinki og ótímabær Lengjuspá
Fótbolta nördinn - Undirbúningstímabil: Trivíaleikarnir
Hugarburðarbolti GW 24 Arsenal slátraði meisturum Man City 5-1!
Enski boltinn - Stay humble, janúarglugginn og Luka pælingar
Tveggja Turna Tal - Ómar Ingi Guðmundsson
Útvarpsþátturinn - Ótímabæra spáin þegar það eru tveir mánuðir í Bestu
Hugarburðarbolti GW 23 Er Hjálmar Örn farinn að þjálfa Tottenham?
   mán 04. febrúar 2013 17:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Upptaka - Viðtal við Alfreð Finnbogason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason var í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X-inu síðasta laugardag. Nú er hægt að hlusta á upptöku af viðtalinu í spilaranum hér að ofan.

Alfreð er meðal markahæstu manna í Hollandi en hann hefur raðað inn mörkum fyrir Heerenveen sem er rétt fyrir ofan fallsvæðið.

„Ég tel okkur vera með betra lið en það að við eigum að vera í þessum barningi þarna. En taflan lýgur ekkert og við höfum bara ekki fengið nægilega mörg stig. Við höfum oft ekki fengið stig í samræmi við spilamennskuna og það er virkilega svekkjandi."

Nú er það oft þannig að markahæstu leikmenn Hollands eru seldir í sterkari deild. Er það eitthvað sem Alfreð er að hugsa út í?

„Ég er eins og hver annar fótboltamaður. Ef réttur maður kemur á réttum tíma og ef það er gott fyrir mig fótboltalega þá mun ég að sjálfsögðu stökkva á það. En það þarf að vera rétti klúbburinn og rétta umgjörðin," segir Alfreð sem er sammála því að tími sé kominn á að sýna hollenska boltann beint í íslensku sjónvarpi.

„Við erum orðnir sex hérna og erum allir 22-24 ára og menn sem eiga að bera uppi landsliðið í framtíðinni. Ég sé því ekkert til fyrirstöðu að sýna hollenska boltann heima."

Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner