Alfreð Finnbogason var í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X-inu síðasta laugardag. Nú er hægt að hlusta á upptöku af viðtalinu í spilaranum hér að ofan.
Alfreð er meðal markahæstu manna í Hollandi en hann hefur raðað inn mörkum fyrir Heerenveen sem er rétt fyrir ofan fallsvæðið.
Alfreð er meðal markahæstu manna í Hollandi en hann hefur raðað inn mörkum fyrir Heerenveen sem er rétt fyrir ofan fallsvæðið.
„Ég tel okkur vera með betra lið en það að við eigum að vera í þessum barningi þarna. En taflan lýgur ekkert og við höfum bara ekki fengið nægilega mörg stig. Við höfum oft ekki fengið stig í samræmi við spilamennskuna og það er virkilega svekkjandi."
Nú er það oft þannig að markahæstu leikmenn Hollands eru seldir í sterkari deild. Er það eitthvað sem Alfreð er að hugsa út í?
„Ég er eins og hver annar fótboltamaður. Ef réttur maður kemur á réttum tíma og ef það er gott fyrir mig fótboltalega þá mun ég að sjálfsögðu stökkva á það. En það þarf að vera rétti klúbburinn og rétta umgjörðin," segir Alfreð sem er sammála því að tími sé kominn á að sýna hollenska boltann beint í íslensku sjónvarpi.
„Við erum orðnir sex hérna og erum allir 22-24 ára og menn sem eiga að bera uppi landsliðið í framtíðinni. Ég sé því ekkert til fyrirstöðu að sýna hollenska boltann heima."
Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir