Hvíti riddarinn er búinn að kynna tvo nýja leikmenn til leiks, þá Axel Ými Jóhannsson og Júlíus Valdimar Guðjónsson.
Axel Ýmir er 21 árs markvörður sem á leiki að baki fyrir Mídas og Ými í meistaraflokki. Hann hefur heillað þjálfarateymi Hvíta riddarans í vetur og verður áhugavert að fylgjast með honum í 3. deildinni.
Júlíus Valdimar er miðjumaður fæddur 2005, sem kemur á lánssamningi frá Aftureldingu.
Júlíus hefur spilað með Hvíta riddaranum og Aftureldingu í Lengjubikarnum en á eftir að spila keppnisleik með meistaraflokki.
Hvíti riddarinn endaði í 6. sæti 3. deildarinnar í fyrra eftir magnaðan lokasprett þar sem liðið sigraði fjóra af síðustu fimm deildarleikjum sínum og endaði að lokum þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Athugasemdir