Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
   þri 04. mars 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vitor Roque dýrasti leikmaður í sögu Suður-Ameríku
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Brasiíski sóknarleikmaðurinn Vitor Roque var á dögunum keyptur til Palmeiras í heimalandinu.

Palmeiras borgaði metfé til að kaupa Roque frá Barcelona, eða rétt rúmlega 25 milljónir evra. Roque varð þar með dýrasti leikmaður til að vera nokkurn tímann keyptur til félags í Suður-Ameríku.

Hann er keyptur á hærri upphæð heldur en Wendel og Thiago Almada kostuðu fyrir Botafogo.

Paulinho, Carlos Alcaraz, Gabriel Barbosa, Luis Henrique, Gerson, Giorgian de Arrascaeta og Alexandre Pato komast einnig á topp 10 listann yfir dýrustu leikmenn í sögu suður-ameríska fótboltans.

Roque er aðeins 20 ára gamall og fann ekki taktinn hjá Barcelona eftir að spænska stórveldið keypti hann í janúar í fyrra. Hann var þó að gera fína hluti á láni hjá Real Betis þegar Palmeiras ákvað að festa kaup á honum.

Það vekur athygli að Flamengo hefur keypt fjóra af tíu dýrustu leikmönnum í sögu Suður-Ameríku, Botafogo þrjá og Palmeiras tvo.

Dýrustu leikmenn í sögu suður-ameríska fótboltans:
1. Vitor Roque 25,5 milljónir evra (Palmeiras)
2. Wendel 20 milljónir evra (Botafogo)
3. Thiago Almada 19,5 milljónir evra (Botafogo)
4. Paulinho 18 milljónir evra (Palmeiras)
5. Carlos Alcaraz 18 milljónir evra (Flamengo)
6. Gabriel Barbosa 17,5 milljónir evra (Flamengo)
7. Luis Henrique 16 milljónir evra (Botafogo)
8. Gerson 15 milljónir evra (Flamengo)
9. Giorgian de Arrascaeta 15 milljónir evra (Flamengo)
10. Alexandre Pato 15 milljónir evra (Corinthians)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner