Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   mán 03. mars 2025 21:57
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Thuram og Koopmeiners tryggðu fimmta sigurinn í röð
Mynd: EPA
Juventus 2 -0 Verona
1-0 Khephren Thuram ('73)
2-0 Teun Koopmeiners ('90)

Juventus tók á móti Verona í eina leik kvöldsins í ítalska boltanum og voru heimamenn talsvert sterkari aðilinn.

Þeir áttu þó í erfiðleikum með að koma boltanum í netið svo staðan hélst markalaus allt þar til á 73. mínútu, þegar franski miðjumaðurinn Khéphren Thuram, yngri bróðir Marcus Thuram sem leikur fyrir Inter, skoraði eftir sendingu frá Andrea Cambiaso.

Juve hélt áfram að sækja og tókst loks að tvöfalda forystuna á lokamínútunum þegar Teun Koopmeiners, sem hefur valdið vonbrigðum hingað til á tímabilinu, gerði vel að klára úr erfiðu færi.

Lokatölur urðu 2-0 fyrir Juventus og var þetta fimmti sigur liðsins í röð í Serie A. Juve er í fjórða sæti deildarinnar með 52 stig eftir 27 umferðir - sex stigum á eftir Ítalíumeisturum Inter þegar ellefu umferðir eru eftir.

Verona er aftur á móti búið að tapa þremur af síðustu fjórum leikjum sínum og er með 26 stig eftir 27 umferðir - fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner