Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
   þri 04. mars 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Szczesny vill vera áfram hjá Barcelona
Mynd: Barcelona
Pólski markvörðurinn Wojciech Szczesny vonast til að fá nýjan samning hjá Barcelona eftir góða frammistöðu á sínu fyrsta tímabili með félaginu.

Szczesny lagði markmannshanskana á hilluna síðasta sumar en tók þá niður til að semja við Barcelona eftir slæm meiðsli Marc-André ter Stegen.

Szczesny barðist við Inaki Pena um markmannsstöðuna og hafði betur að lokum. Hann er í dag mikilvægur hlekkur í afar sterku byrjunarliði Barca undir stjórn Hansi Flick.

Szczesny verður 35 ára í apríl og elskar lífið í Barcelona.

„Þegar ég skrifaði undir samninginn hérna bjóst ég ekki við að vera lengur heldur en út tímabilið, en ég elska lífið hérna," sagði Szczesny.

„Fjölskyldan mín er hamingjusöm. Sonur minn elskar skólann sinn og konar mín elskar að búa hérna. Ég er opinn fyrir því að vera hérna áfram."

   14.02.2025 21:15
Vonast til að halda Szczesny áfram á næstu leiktíð

Athugasemdir
banner
banner
banner