Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   mán 03. mars 2025 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Enski bikarinn: Forest sigraði eftir vítaspyrnukeppni
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Nottingham Forest 1 - 1 Ipswich
0-1 George Hirst ('53)
1-1 Ryan Yates ('68)
5-4 eftir vítaspyrnukeppni

Nottingham Forest tók á móti Ipswich Town í 16-liða úrslitum enska bikarsins og var staðan markalaus eftir nokkuð bragðdaufan fyrri hálfleik.

Heimamenn í liði Forest voru hættulegri en hvorugu liði tókst að skora fyrr en í seinni hálfleik, þegar George Hirst tók forystuna fyrir gestina frá Ipswich. Hirst skoraði með skalla eftir hornspyrnu.

Ryan Yates jafnaði leikinn fyrir heimamenn stundarfjórðungi síðar með auðveldum skalla eftir góðan undirbúning frá Antony Elanga úti á kantinum.

Forest var sterkara liðið á lokakaflanum en tókst ekki að skora svo leikurinn var framlengdur. Jota Silva leikmaður Forest fékk besta færið í framlengingunni en boltinn rataði ekki í netið svo flautað var til vítaspyrnukeppni.

Í vítakeppninni skoruðu allir leikmenn þar til röðin var komin að írska miðjumanninum Jack Taylor. Staðan var 5-4 fyrir Forest og þurfti Taylor að skora til að koma vítakeppninni í bráðabana, en hann lét Matz Sels verja frá sér.

Nottingham Forest heimsækir Brighton & Hove Athletic í spennandi slag í 8-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner