Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   mán 03. mars 2025 21:06
Ívan Guðjón Baldursson
Neymar skoraði beint úr aukaspyrnu úti á kanti
Neymar hefur verið valinn sem besti leikmaður vallarins í þremur leikjum af sjö hjá Santos.
Neymar hefur verið valinn sem besti leikmaður vallarins í þremur leikjum af sjö hjá Santos.
Mynd: EPA
Neymar virðist vera að finna taktinn aftur með Santos í brasilíska boltanum og skoraði hann annað marka liðsins í 2-0 sigri gegn Bragantino í nótt.

Neymar skoraði laglegt mark beint úr aukaspyrnu til að taka forystuna á níundu mínútu, áður en Joao Schmidt innsiglaði sigurinn í síðari hálfleik.

Neymar hefur verið með betri leikmönnum brasilísku deildarinnar frá endurkomu sinni þangað. Hann er núna búinn að skora þrjú mörk og gefa þrjár stoðsendingar í síðustu fjórum leikjum sínum, eftir að hafa mistekist að skora eða leggja upp í fyrstu þremur.

Santos mætti Bragantino í 8-liða úrslitum og er því komið í undanúrslit ásamt Corinthians og Palmeiras sem sigruðu einnig sína leiki. Þetta var fjórði sigur Santos í röð.

Aukaspyrnumark Neymar má sjá hér fyrir neðan, en það kemur úr afar erfiðu skotfæri og hefur boltinn viðkomu í varnarmanni áður en hann endar í netinu.

Santos [1] x 0 RB Bragantino - Neymar 9'
byu/Vinciromero insoccer

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner