Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   mán 03. mars 2025 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Dorgu og Heaven koma inn í Evrópuhóp Man Utd
Mynd: EPA
Mynd: Man Utd
Manchester United er búið að tryggja sér þátttökurétt í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar og er búið að loka fyrir skráningu á nýjum leikmönnum í hópinn fyrir seinni hluta keppninnar.

Rúben Amorim þjálfari Manchester United er búinn að skrá danska vængbakvörðinn Patrick Dorgu í hópinn ásamt Ayden Heaven, 18 ára miðverði sem skipti til Man Utd frá Arsenal í vetur.

Dorgu og Heaven verða því liðtækir strax á fimmtudag, þegar Man Utd heimsækir Orra Stein Óskarsson og félaga í liði Real Sociedad.

Miklar líkur eru á því að Dorgu spili leikinn gegn Sociedad á meðan Heaven er líklegur til að vera geymdur á bekknum.

Amorim kaus að velja Heaven í hópinn framyfir Chido Obi vegna meiðslavandræða í varnarlínu Rauðu djöflanna.

Harry Amass, Louis Jackson, Habeeb Ogunneye, Jack Fletcher og Jayce Fitzgerald eru aðrir ungir leikmenn Man Utd sem eru liðtækir í Evrópuleiki liðsins í vor. Þeir geta reynt að fylla í skörðin ef meiðslavandræði liðsins versna enn frekar.

Man Utd fékk 18 stig úr 8 leikjum í deildarkeppninni. Þar sigraði liðið fimm síðustu leikina sína í röð eftir að hafa gert jafntefli í fyrstu þremur leikjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner