Það eru tveir leikir á dagskrá í Lengjubikar kvenna í kvöld þar sem Valur og Keflavík eiga heimaleiki í A-deild.
Valur fær Tindastól í heimsókn á Hlíðarenda áður en Keflavík tekur á móti Stjörnunni í Reykjanesbæ.
Búist er við sigri Vals á Hlíðarenda eftir flotta byrjun í Lengjubikarnum, þar sem Valskonur eiga sex stig eftir tvær umferðir og eru með markatöluna 10-1. Til samanburðar er Tindastóll án stiga og með markatöluna 1-11.
Það ætti að vera meiri spenna í Keflavík, þar sem heimakonur eiga fjögur stig eftir þrjár umferðir á meðan gestirnir frá Garðabæ eru aðeins með eitt stig.
Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 1
18:00 Valur-Tindastóll (N1-völlurinn Hlíðarenda)
Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 2
18:45 Keflavík-Stjarnan (Nettóhöllin-gervigras)
Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 1
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þróttur R. | 3 | 2 | 1 | 0 | 10 - 3 | +7 | 7 |
2. Þór/KA | 3 | 2 | 0 | 1 | 15 - 3 | +12 | 6 |
3. Valur | 2 | 2 | 0 | 0 | 10 - 1 | +9 | 6 |
4. Fram | 4 | 1 | 1 | 2 | 4 - 13 | -9 | 4 |
5. Fylkir | 2 | 0 | 0 | 2 | 2 - 11 | -9 | 0 |
6. Tindastóll | 2 | 0 | 0 | 2 | 1 - 11 | -10 | 0 |
Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 2
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 5 | 5 | 0 | 0 | 20 - 3 | +17 | 15 |
2. FH | 5 | 2 | 2 | 1 | 8 - 6 | +2 | 8 |
3. Víkingur R. | 4 | 1 | 2 | 1 | 4 - 5 | -1 | 5 |
4. Keflavík | 3 | 1 | 1 | 1 | 4 - 3 | +1 | 4 |
5. Stjarnan | 3 | 0 | 1 | 2 | 2 - 7 | -5 | 1 |
6. FHL | 4 | 0 | 0 | 4 | 1 - 15 | -14 | 0 |
Athugasemdir