Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
   þri 04. mars 2025 08:45
Elvar Geir Magnússon
Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich
Powerade
Joshua Kimmich.
Joshua Kimmich.
Mynd: EPA
Sesko er vinsæll.
Sesko er vinsæll.
Mynd: EPA
Giorgos Vagiannidis.
Giorgos Vagiannidis.
Mynd: EPA
Liverpool mun fá samkeppni um Joshua Kimmich og markvörður Brighton er á blaði hjá Chelsea. Þetta og ýmislegt fleira í Powerade slúðurpakkanum.

Það stefnir í að Inter veiti Liverpool harða samkeppni um þýska miðjumanninn Joshua Kimmich (30) en samningur hans við Bayern München rennur út í sumar. (Teamtalk)

Hollenski markvörðurinn Bart Verbruggen (22) hjá Brighton er á ratsjánni hjá Chelseal. (GiveMeSport)

Útsendarar Real Madrid hafa fylgst með enska miðjumanninum Adam Wharton (21) hjá Crystal Palace. (Mail)

Manchester United, Tottenham og Arsenal hafa öll áhuga á að fá Benjamin Sesko (21) frá RB Leipzig. Slóvenski framherjinn er með riftunararákvæði sem hægt er að virkja í sumar. Það ku hljóða upp á 80 milljónir evra (66 milljónir punda). (Sky Sport Þýskalandi)

Brasilíski framherjinn Joao Pedro (23) hjá Brighton vill ganga til liðs við Liverpool í sumar. (Football Insider)

Kanadíski framherjinn Jonathan David (25) hefur hafnað tilboði Lille um að framlengja samning sinn. Hann er tilbúinn að yfirgefa félagið á frjálsri sölu í sumar. (Nicolo Schira)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, mun að taka ákvörðun um langtímaframtíð Jack Grealish (29) þegar áætlanir um endyrnýjun á leikmannahópnum eru orðnar ljósar. (Football Insider)

Liverpool hefur hafið viðræður við Conor Bradley (21) um nýjan fimm ára samning sem gæti gert það að verkum að Norður-írski hægri bakvörðurinn fái 650% launahækkun. (Sun)

Brentford og Fulham hafa bæði lýst yfir áhuga á að fá mexíkóska miðvörðinn Johan Vasquez (26) frá Genoa. (GiveMeSport)

Fulham og Sporting Lissabon eru að eltast við gríska hægri bakvörðinn Georgios Vagiannidis (23) hjá Panathinaikos en Sporting hefur komið með tilboð upp á 10 milljónir evra (8,3 milljónir punda). (Football Insider)

Þýski miðvörðurinn Jonathan Tah (29) mun yfirgefa Bayer Leverkusen á frjálsri sölu í lok tímabilsins. (Nicolo Schira)

Nýjar og jákvæðar viðræður hafa átt sér stað á milli Leroy Sane (29) og Bayern München um nýjan. (Sky Sport Þýskalandi)

David Moyes gæti fengið meiri völd hjá Everton að lokinni endurskipulagning hjá félaginu. (i paper)
Athugasemdir
banner
banner
banner