Sænski miðvörðurinn Victor Lindelöf er að renna út á samningi hjá Manchester United eftir tímabilið.
Lindelöf, sem verður 31 árs í sumar, hefur ekki áhuga á að gera nýjan samning við Rauðu djöflana. Hann vill skipta um félag og segja fjölmiðlar portúgalska stórveldið Benfica vera áhugasamt. Portúgalski miðillinn Record greindi upprunalega frá.
Benfica vill fá Lindelöf aftur í sínar raðir eftir að hann byrjaði ferilinn sinn mjög vel í portúgalska boltanum.
Man Utd keypti Lindelöf fyrir um 40 milljónir evra sumarið 2017 og hefur Svíinn tekið þátt í 270 leikjum fyrir Rauðu djöflana síðan þá.
Lindelöf er með 70 landsleiki að baki fyrir Svíþjóð. Hann hefur aðeins komið við sögu í ellefu leikjum með Man Utd á yfirstandandi tímabili.
Athugasemdir