Karim Benzema fyrrum framherji Real Madrid svaraði spurningum í skemmtilegu samtali í El Chiringuito fótboltaþættinum á Spáni.
Hann ræddi meðal annars um félagaskipti sín frá Real Madrid og yfir í sádi-arabíska boltann.
„Florentino Pérez (forseti Real Madrid) var fyrsti maðurinn sem ég hringdi í þegar ég ákvað að yfirgefa félagið. Hann skildi mig ekki alveg, en ég sagði við hann að ungstirnin (Vinícius Júnior og Rodrygo) væru tilbúin fyrir aðalliðið," sagði Benzema.
„Ég vildi skilja Real Madrid eftir á toppinum og fór til Sádi-Arabíu svo ég þyrfti aldrei að spila gegn félaginu sem ég elska."
Athugasemdir