Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
   þri 04. mars 2025 08:10
Elvar Geir Magnússon
Beðið frétta af meiðslum Arnórs Ingva
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason fór meiddur af velli á 75. mínútu þegar Norrköping vann 3-0 sigur gegn Gais í sænska bikarnum á sunnudag.

Arnór var ekki til viðtals við sænska miðla eftir leik en fjölmiðlafulltrúi Norrköping sagði að hann yrði sendur í skoðun vegna meiðslanna.

„Hann er bjartsýnn á að þetta sé ekki alvarlegt en þetta verður skoðað," sagði Martin Falk, þjálfari Norrköping.

Arnór er 31 árs miðjumaður og á 63 landsleiki og 6 mörk fyrir íslenska landsliðið.

Í næstu viku mun Arnar Gunnlaugsson opinbera sinn fyrsta landsliðshóp en 20. og 23. mars verður einvígi við Kosóvó um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner