
Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason fór meiddur af velli á 75. mínútu þegar Norrköping vann 3-0 sigur gegn Gais í sænska bikarnum á sunnudag.
Arnór var ekki til viðtals við sænska miðla eftir leik en fjölmiðlafulltrúi Norrköping sagði að hann yrði sendur í skoðun vegna meiðslanna.
„Hann er bjartsýnn á að þetta sé ekki alvarlegt en þetta verður skoðað," sagði Martin Falk, þjálfari Norrköping.
Arnór var ekki til viðtals við sænska miðla eftir leik en fjölmiðlafulltrúi Norrköping sagði að hann yrði sendur í skoðun vegna meiðslanna.
„Hann er bjartsýnn á að þetta sé ekki alvarlegt en þetta verður skoðað," sagði Martin Falk, þjálfari Norrköping.
Arnór er 31 árs miðjumaður og á 63 landsleiki og 6 mörk fyrir íslenska landsliðið.
Í næstu viku mun Arnar Gunnlaugsson opinbera sinn fyrsta landsliðshóp en 20. og 23. mars verður einvígi við Kosóvó um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Athugasemdir