Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   þri 04. mars 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Madrídarslagur og Arsenal fer til Hollands
Aston Villa til Belgíu og Hákon heimsækir Dortmund
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu hefjast í dag þegar Aston Villa heimsækir spútnik lið Club Brugge sem sló Atalanta óvænt úr leik í síðustu umferð.

Lærisveinar Unai Emery í liði Aston Villa hafa verið að gera frábært mót í Meistaradeildinni og verður spennandi að fylgjast með hvernig þeim mun ganga á erfiðum útivelli í dag.

Eftir að leiknum lýkur í Belgíu hefjast þrjár aðrar viðureignir þar sem stærri félög mæta til sögunnar. Ríkjandi meistarar Real Madrid taka á móti nágrönnum sínum í liði Atlético Madrid í gríðarlega eftirvæntum bardaga. Liðin eru í harðri titilbaráttu í spænsku deildinni og mætast hér í gífurlega mikilvægum leikjum.

Á sama tíma fara lærisveinar Mikel Arteta í sterku liði Arsenal til Hollands þar sem þeir heimsækja PSV Eindhoven, sem sló Juventus óvænt út í síðustu umferð. Vængbrotið lið Arsenal er svo gott sem búið að tapa baráttunni um Englandsmeistaratitilinn og getur því lagt allt sitt púður í Meistaradeildina.

Borussia Dortmund spilar að lokum við Hákon Arnar Haraldsson og félaga í sterku liði Lille. Hér má búast við hörkurimmu og verður einstaklega spennandi að fylgjast með Hákoni sem hefur verið í stuði að undanförnu.

Leikir kvöldsins
17:45 Club Brugge - Aston Villa
20:00 Dortmund - Lille
20:00 Real Madrid - Atletico Madrid
20:00 PSV - Arsenal
Athugasemdir
banner
banner
banner