Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
   þri 04. mars 2025 08:23
Elvar Geir Magnússon
Frestun á Spáni sem olli pirringi
Leikmenn voru í göngunum þegar tilkynnt var um frestun.
Leikmenn voru í göngunum þegar tilkynnt var um frestun.
Mynd: EPA
Leik Villarreal og Espanyol í spænsku deildinni, sem átti að fara fram í gærkvöldi, var frestað örfáum mínútum eftir að hann hefði átt að vera flautaður á.

Ástæða frestunarinnar voru veðurviðvaranir vegna úrkomu og flóðahættu á svæðinu. Leikmenn voru í göngunum að gera sig klára í leikinn þegar tilkynnt var um frestunina á risaskjám vallarins.

Á þeim tíma var veðrið á vellinum ekki orðið vont en í nágrenninu hellirigndi.

Að hafa frestað leiknum svona seint hefur fengið mikla gagnrýni. 240 stuðningsmenn Espanyol höfðu ferðast í leikinn og var baulað þegar tilkynningin kom.

Líklegast er að leikurinn verður settur á 2. apríl. Villarreal er í fimmta sæti, í baráttu um Meistaradeildarsæti, en Espanyol er í fimmtánda sæti, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 26 18 3 5 71 25 +46 57
2 Atletico Madrid 26 16 8 2 43 16 +27 56
3 Real Madrid 26 16 6 4 55 25 +30 54
4 Athletic 26 13 9 4 44 23 +21 48
5 Villarreal 25 12 8 5 48 35 +13 44
6 Betis 26 10 8 8 34 33 +1 38
7 Vallecano 26 9 9 8 28 27 +1 36
8 Mallorca 26 10 6 10 25 32 -7 36
9 Real Sociedad 26 10 4 12 23 27 -4 34
10 Osasuna 26 7 12 7 32 37 -5 33
11 Sevilla 26 8 9 9 31 36 -5 33
12 Celta 26 9 6 11 38 40 -2 33
13 Girona 26 9 5 12 34 39 -5 32
14 Getafe 26 7 9 10 21 21 0 30
15 Leganes 26 6 9 11 23 38 -15 27
16 Espanyol 25 7 6 12 24 36 -12 27
17 Valencia 26 5 9 12 28 44 -16 24
18 Las Palmas 26 6 6 14 30 44 -14 24
19 Alaves 26 5 8 13 29 40 -11 23
20 Valladolid 26 4 4 18 17 60 -43 16
Athugasemdir
banner
banner
banner