Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
   þri 04. mars 2025 09:10
Elvar Geir Magnússon
Gerði stuðningsmenn Man City reiða
Thierry Henry spjallar við Micah Richards.
Thierry Henry spjallar við Micah Richards.
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Manchester City eru ósáttir við Micah Richards eftir að hann sagði að „öll stóru liðin“ væru úr leik í FA-bikarnum.

„Þetta er mjög opið núna, það er tækifæri að fara alla leið og vinna þetta. Öll stóru liðin eru úr leik. Manchester City er augljóslega sterkasta liðið sem er eftir," sagði Richards í útsendingu BBC.

Liverpool, Arsenal, Chelsea, Newcastle og Manchester United eru meðal liða sem eru fallin úr leik í keppninni þegar komið er að 8-liða úrslitum. Manchester City vann Plymouth á laugardaginn og er komið áfram.

Richards er fyrrum leikmaður City og er skráður sem sendiherra félagsins. Einhverjir stuðningsmenn liðsins hafa kallað eftir því á samfélagsmiðlum að sá titill verði tekinn af honum.

„Honum er alveg sama um Manchester City og ætti ekki að fá að bera þennan titil," skrifaði einn stuðningsmaður City og annar sagði: „Ég þoli ekki Richards í augnablikinu. Hann grefur holu í hvert sinn sem hann tjáir sig."

Richards var fjórtán ár hjá City og vann FA-bikarinn 2011.
Athugasemdir
banner
banner