Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   þri 04. mars 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Falkenberg orðinn yfirmaður fótboltamála hjá Leverkusen
Mynd: Bayer Leverkusen
Mynd: EPA
Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen hafa tilkynnt ráðningu á Kim Falkenberg sem nýjum yfirmanni fótboltamála. Hann mun því starfa samhliða Simon Rolfes, yfirmanni íþróttamála.

Falkenberg hefur starfað hjá Leverkusen síðan 2018 og færir sig í nýtt starf með þessari breytingu. Hann hættir því sem yfirmaður ráðningamála hjá félaginu.

„Það er heiður fyrir mig að fá að starfa sem yfirmaður fótboltamála hjá Bayer. Ég hlakka til náins samstarfs með Rolfes sem byggir á gagnkvæmu trausti," segir Falkenberg.

„Ég hlakka mikið til framtíðarinnar. Markmið félagsins er að halda áfram að vinna titla, við viljum festa okkur í sessi sem eitt af bestu félagsliðum Þýskalands og Evrópu."

Leverkusen vann óvænt þýsku deildina og bikarinn í fyrra. Liðið tapaði aðeins einum leik á öllu tímabilinu - úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Atalanta.

Liðinu hefur ekki gengið jafn vel á nýju tímabili en er þó komið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar og situr í öðru sæti í þýsku deildinni, átta stigum á eftir FC Bayern.

Leverkusen mætir FC Bayern í 16-liða úrslitum og verður það í fjórða og fimmta sinn sem liðin mætast á leiktíðinni. Leverkusen sigraði eina viðureign en hinum tveimur lauk með jafntefli.

Falkenberg er 36 ára gamall og ólst upp í herbúðum Leverkusen en hætti að spila fótbolta fyrir sex árum síðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner