Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   mán 03. mars 2025 20:45
Ívan Guðjón Baldursson
Sergio Ramos skoraði í öðrum leiknum í Mexíkó
Mynd: CF Monterrey
Varnarmaðurinn þaulreyndi Sergio Ramos gekk til liðs við mexíkóska stórveldið Monterrey fyrr í vetur og er búinn að spila tvo leiki fyrir félagið.

Ramos, sem er 38 ára gamall, stóð sig feykilega vel í báðum leikjunum og skoraði í þeim seinni.

Monterrey sigraði 3-1 og 4-2 með Ramos í liðinu og er um miðja deild með 15 stig eftir 10 fyrstu umferðirnar - ellefu stigum á eftir toppliði Club León.

Ramos lék síðast með Sevilla í spænska boltanum en hafði verið samningslaus frá síðasta sumri þegar hann samdi loks við Monterrey.

Ramos gekk til liðs við Monterrey til að bæta titlum við safnið sitt, en auk þess að keppa í mexíkósku deildinni tekur liðið þátt í HM félagsliða næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner