Sky Sports er meðal fjölmiðla sem greinir frá riftunarákvæði í samningi framherjans Benjamin Sesko við RB Leipzig.
Hægt verður að virkja riftunarákvæðið strax í sumar en ekki er ljóst hversu hátt það er. Upphæðin fer eftir frammistöðu Sesko á yfirstandandi tímabili og mun líklegast nema í kringum 80 milljónum evra.
Sesko er 21 árs framherji frá Slóveníu, með 16 mörk í 39 A-landsleikjum.
Hann hefur skorað 35 mörk í 76 leikjum með RB Leipzig auk þess að gefa 7 stoðsendingar.
Ýmis stórveldi eru talin vera áhugasöm um að tryggja sér krafta Sesko og er Arsenal talið leiða kapphlaupið sem stendur.
Athugasemdir