Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   mán 03. mars 2025 21:32
Ívan Guðjón Baldursson
PSG, Barcelona og Juve vilja Partey á frjálsri sölu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Orðrómarnir um framtíð Thomas Partey verða sífellt háværari og er ekki útlit fyrir að hann verði áfram hjá Arsenal eftir tímabilið.

Partey er 31 árs miðjumaður sem hefur verið afar mikilvægur hlekkur í liði Arsenal á tímabilinu en rennur út á samningi í sumar.

Stórveldi á borð við Paris Saint-Germain, Barcelona og Juventus hafa mikinn áhuga á þessum leikmanni sem er afar umdeildur vegna meintra kynferðisbrota utan vallar.

Partey, sem verður 32 ára í sumar, hefur spilað yfir 150 leiki fyrir Arsenal frá því að hann var keyptur frá Atlético Madrid sumarið 2020.

Partey var lykilmaður í liði Atlético og borgaði Arsenal 50 milljónir evra til að festa kaup á honum.

Partey lék á láni hjá Mallorca og Almería á sínum yngri árum en hefur ekki verið samningsbundinn neinum öðrum félagsliðum heldur en Atlético og Arsenal á sínum ferli. Hann á 13 mörk í 51 landsleik fyrir Gana.
Athugasemdir
banner
banner
banner