Robin van Persie og lærisveinar í Feyenoord taka á móti Inter á morgun í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Van Persie tók við hollenska liðinu í lok febrúar, af Brian Priske sem var rekinn eftir átta mánuði í starfi.
Van Persie tók við hollenska liðinu í lok febrúar, af Brian Priske sem var rekinn eftir átta mánuði í starfi.
Meiðsli hrjá Feyenoord en fyrirliðinn og miðjumaðurinn Quinten Timber verður ekki meira með á tímabilinu. Hann gekkst undir hnéaðgerð eftir að hafa meiðst gegn AC Milan.
Fyrir á meiðslalistanum voru markvörðurinn Justin Bijlow og varnarmennirnir Gernot Trauner, Facundo Gonzalez, Jordan Lotomba og Bart Nieuwkoop.
Þá eru miðjumennirnir Hwang In-beom, Jakub Moder, Antoni Milambo, Jaden Nadje, Calvin Stengs og Ramiz Zerrouki allir fjarri góðu gamni og Van Persie íhugar að kalla upp leikmenn úr unglingaliðinu.
Ofan á meiðslalistann þá mun bakvörðurinn Givairo Read missa af fyrri leiknum gegn Inter vegna leikbanns.
Van Persie getur þó glaðst yfir því að hollenska deildin samþykkti beiðni Feyenoord um að fresta deildarleik liðsins um komandi helgi og því fær liðið meiri hvíld fyrir seinni leikinn gegn Inter.
Athugasemdir