Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
   þri 04. mars 2025 11:00
Elvar Geir Magnússon
Hyggjast spila ítalskan deildarleik í Bandaríkjunum
Úr leik AC Milan og Inter.
Úr leik AC Milan og Inter.
Mynd: EPA
Mögulega verður leikur í ítölsku A-deildinni spilaður í Bandaríkjunum á næsta tímabili. Deildin er með áætlanir um að spila leik í landinu.

Enska úrvalsdeildin er miklu vinsælli en ítalski boltinn í Bandaríkjanum en markaðsstjóri ítölsku deildarinnar segir að þeir vilji vera fyrsta erlenda deildin til að spila leik í Bandaríkjunum.

„Við myndum elska það að spila leik í Bandaríkjunum en það eru ákveðnar hindranir sem við þurfum að yfirstíga," segir markaðsstjórinn Ciccarese.

FIFA var með reglu sem bannaði deildum að spila leiki erlendis en hefur nú afnumið hana. Margir stuðningsmannahópar og einhver félög eru þó mótfallin því að leika deildarleiki í útlöndum.

„Við verðum að taka tillit til stuðningsmanna. Það er ekki hægt að spila Mílanóslaginn í Bandaríkjunum því þá verða stuðningsmenn brjálaðir. Sá leikur hefur mikla þýðingu á Ítalíu. Það verður að bera virðingu fyrir áhorfendum."
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 27 17 7 3 60 25 +35 58
2 Napoli 27 17 6 4 43 22 +21 57
3 Atalanta 27 16 7 4 59 26 +33 55
4 Juventus 27 13 13 1 45 21 +24 52
5 Lazio 27 15 5 7 49 35 +14 50
6 Bologna 27 12 11 4 42 33 +9 47
7 Fiorentina 27 13 6 8 42 28 +14 45
8 Roma 27 12 7 8 42 30 +12 43
9 Milan 27 11 8 8 39 30 +9 41
10 Udinese 27 11 6 10 34 37 -3 39
11 Torino 27 8 10 9 31 32 -1 34
12 Genoa 27 7 10 10 25 35 -10 31
13 Como 27 7 7 13 33 43 -10 28
14 Verona 27 8 2 17 27 56 -29 26
15 Cagliari 27 6 7 14 27 42 -15 25
16 Lecce 27 6 7 14 18 43 -25 25
17 Parma 27 5 8 14 32 46 -14 23
18 Empoli 27 4 10 13 23 44 -21 22
19 Venezia 27 3 9 15 22 41 -19 18
20 Monza 27 2 8 17 21 45 -24 14
Athugasemdir
banner
banner