Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
   þri 04. mars 2025 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vonarstjarna Tottenham raðar inn mörkum í Belgíu
Vuskovic í leik með unglingaliði Hajduk Split fyrir tveimur árum.
Vuskovic í leik með unglingaliði Hajduk Split fyrir tveimur árum.
Mynd: EPA
Króatíski miðvörðurinn Luka Vuskovic hefur lengi verið umtalaður sem einn efnilegasti miðvörður Evrópu, eða allt frá því að hann var ungur strákur í unglingaliði Hajduk Split.

Tottenham festi kaup á þessum táningi fyrir um einu og hálfu ári síðan og er talið að enska úrvalsdeildarfélagið hafi ekki greitt nema um 12 milljónir punda fyrir Vuskovic, sem var á þeim tíma aðeins 16 ára gamall.

Nú er Vuskovic orðinn 18 ára gamall og mun ganga til liðs við aðalliðið hjá Tottenham í sumar. Hann leikur á láni hjá Westerlo í efstu deild belgíska boltans og hefur verið að gera frábæra hluti þar, eftir að hafa staðið sig vel í efstu deild í Póllandi.

Vuskovic skoraði 3 mörk í 14 leikjum fyrir Radomiak Radom á seinni hluta síðustu leiktíðar og hjálpaði liðinu að forðast fall úr Ekstraklassa.

Hjá Westerlo er þessi kröftugi miðvörður búinn að skora 7 mörk í 26 leikjum. Vuskovic er því í heildina kominn með 10 mörk og 2 stoðsendingar í 40 keppnisleikjum síðan hann yfirgaf Hajduk Split skömmu fyrir 17 ára afmælið sitt.
Athugasemdir
banner
banner
banner