Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   þri 04. apríl 2023 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Luke Rae (KR)
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Pontus klár í kókoshnetur og spil.
Pontus klár í kókoshnetur og spil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefan Ljubicic´s dress sense, got to give credit when credit is due but yeah that surprised me with how cold his outfits are
Stefan Ljubicic´s dress sense, got to give credit when credit is due but yeah that surprised me with how cold his outfits are
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kjartan Kári og Luke náðu mjög vel saman hjá Gróttu.
Kjartan Kári og Luke náðu mjög vel saman hjá Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Aron Kristófer, grínari.
Aron Kristófer, grínari.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Erfiður við að eiga.
Erfiður við að eiga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Luke kom til Íslands fyrir tímabilið 2020 og lék þá með Tindastóli í 3. deild. Hann hélt til Vestra og lék í Lengjudeildinni tímabilið 2021. Næsta stopp var á Seltjarnarnesi þar sem hann raðaði stoðsendingum á Kjartan Kára Halldórsson í fyrra og í vetur var hann svo keyptur til KR.

Hann er Englendingur sem hefur spilað 88 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað 34 mörk. Hann getur leyst allar stöðurnar fram á við en búast má við því að sjá Luke oftast á kantinum hjá KR í sumar. Í dag sýnir hann hina hliðina á sér.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 5. sæti: KR
Úr 3. deild í þá Bestu á þremur árum - „Verð að gefa Chris og Gróttu mikið kredit"

Fullt nafn: Luke Morgan Conrad Rae

Gælunafn: Razor

Aldur: 22

Hjúskaparstaða: Taken

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Þegar ég var sextán ára gamall.

Uppáhalds drykkur: Engiferöl með sítrónu og límónu og myntulaufum.

Uppáhalds matsölustaður: Steikhúsið without a doubt

Hvernig bíl áttu: Ég er með nokkra einkabílstjóra

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Love Island

Uppáhalds tónlistarmaður: Chris Brown

Uppáhalds hlaðvarp: The diary of a CEO með Steven Bartlett

Fyndnasti Íslendingurinn: Ólafur Karel og Aron Kristófer

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Wys (What you saying)

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: HK, bara af því ég er ekki hrifinn af innanhússvellinum

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Joel Bagan

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Chris Brazell

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Aron Eli Sævarsson, alltaf erfiður bardagi þegar ég mætti honum

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Cristiano Ronaldo og Marco Reus

Sætasti sigurinn: 4-2 á móti Afturelding (comeback)

Mestu vonbrigðin: 3-0 tap gegn Víkingi í undanúrslitum þegar ég var hjá Vestra

Uppáhalds lið í enska: Man United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Kjartan Kári

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Tómas Johannessen 2007, hjá Gróttu

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Jóhannes Bjarnason

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Sara Björk

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Ég, Pontus eða Kennie

Uppáhalds staður á Íslandi: Sundlaug Seltjarnarness

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik:
Í fyrsta leiknum sem ég spilaði innanhúss hér á Íslandi þá hélt að ég að það yrði hlýtt svo ég var ekki í innanundir fatnaði. Niðurstaðan varð sú að ég hafði mjög rangt fyrir mér.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Ég tek alltaf sömu hoppin og hreyfingarnar fyrir leiki

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Boxing og MMA, reyni að fylgjast vel með þar

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike mercurial vapors

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Vísindum

Vandræðalegasta augnablik: Að hlæja á augnabliki þar sem þú ættir kannski ekki að hlæja

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Ísak Sigurjónsson aka King Ísak af því ef þú ert með einhver vandamál eða þarft að láta græja eitthvað þá er hann maðurinn til að sjá um það. Olav og Pontus fyrir kaffi og spil, eða í þessu tilviki kókoshnetur og spil. Ég er þarna til að slaka á og chilla.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég á sjö systkini.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Stefan Ljubicic út af klæðnaðinum. Verður að gefa kredit þegar það á við. Það kom mér á óvart hversu kalt hann klæðir sig.

Hverju laugstu síðast: Í morgun laug ég, segi ekki hað það var því ég veit að manneskjan mun sjá þetta.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Æfing þar sem þú snertir boltann lítið.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Wentworth Miller og hver ástæðan var fyrir því að hann vildi ekki vera með í sjöttu seríu af Prison Break
Athugasemdir
banner
banner
banner