Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 05. janúar 2022 12:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Böddi og DKÓ komu til greina - Gott fyrir Davíð Snorra
Icelandair
Atli í U21 landsleik
Atli í U21 landsleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Böddi
Böddi
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnar Þór Viðarsson hefði getað valið tvo vinstri bakverði sem komust upp í efstu deildir í Skandínavíu úr B-deildum á liðnu tímabili.

Davíð Kristján Ólafsson átti frábært tímabil með Álasundi í norsku B-deildinni og Böðvar Böðvarsson fór upp með Helsinborg úr sænsku B-deildinni. Miklar líkur eru þó á því að þeir spili ekki áfram með sömu félögum á komandi leiktíðum.

Arnar Þór var sérstaklega spurður út í þessa tvo leikmenn. Vinstri bakverðirnir í hópnum eru þeir Atli Barkarson (Víkingi) og Guðmundur Þórarinsson (án félags).

Í svörum Arnars kemur hann inn á að þeir Davíð Snorri Jónasson (þjálfari U21 árs landsliðsins) og Ólafur Ingi Skúlason (þjálfari U19 landsliðsins) séu aðstoðarmenn sínir í ferðinni.

Sjá einnig:
Janúarhópur Íslands - Tíu sem hafa ekki spilað landsleik
Arnar flýtir sér hægt í leit að aðstoðarmanni
Nokkur félög hleyptu ekki mönnum í verkefnið

Tækifæri fyrir Davíð Snorra
„Já, þeir tveir komu til greina - það er alveg klárt. Davíð Snorri og Óli eru með mér í þessu verkefni sem aðstoðarþjálfarar og við erum að kíkja á ákveðna leikmenn. Glugginn er mjög jákvæður fyrir Davíð Snorra að sjá leikmenn sem voru að spila fyrir hann síðastliðið haust," sagði Arnar.

„Þetta er hluti af því að við erum að reyna tengja samstarfið milli U19, U21 og A-karla. Það er það sama hinu megin hjá stelpunum, með U19 og A-kvenna. Okkur þykir mjög mikilvægt, fyrir Davíð Snorra sem fær ekki verkefni núna, að geta eytt tíma með þeim leikmönnum sem hafa spilað í U21 hjá honum."

Staðið sig mjög vel
„Þess vegna, sem dæmi, ákváðum við að taka inn Atla Barkarson sem stóð sig frábærlega með Víkingi og staðið sig mjög vel hjá Davíð Snorra."

„Hinir tveir sem þú nefndir komu báðir til greina,"
sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner