Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   þri 15. apríl 2025 16:10
Elvar Geir Magnússon
Reyna að fæla burt áhuga Tottenham
Andoni Iraola.
Andoni Iraola.
Mynd: EPA
Bill Foley, eigandi Bournemouth, ætlar að ræða við stjórann Andoni Iraola um nýjan samning. Hann vill sannfæra Iraola um að halda áfram en samningur hans rennur út eftir tímabilið.

Það er mikil pressa á Ange Postecoglou hjá Tottenham og sagt að Iraola sé einn af þeim sem Lundúnafélagið muni horfa til ef það fer í stjóraskipti. Marco Silva hjá Fulham og Thomas Frank hjá Brentford gætu einnig orðið á blaði.

Bournemouth vann Fulham í gær og fór upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, eitthvað sem gæti fært liðinu Sambandsdeildarsæti.

Guardian segir að Iraola sé ánægður hjá Bournemouth en þar fær hann mikil völd í leikmannamálum. Hann hafi þó metnað fyrir því að starfa hjá stærri félagi þegar fram líða stundir.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 32 23 7 2 74 31 +43 76
2 Arsenal 32 17 12 3 57 27 +30 63
3 Nott. Forest 32 17 6 9 51 38 +13 57
4 Newcastle 31 17 5 9 56 40 +16 56
5 Man City 32 16 7 9 62 42 +20 55
6 Chelsea 32 15 9 8 56 39 +17 54
7 Aston Villa 32 15 9 8 49 46 +3 54
8 Bournemouth 32 13 9 10 52 40 +12 48
9 Fulham 32 13 9 10 47 43 +4 48
10 Brighton 32 12 12 8 51 49 +2 48
11 Brentford 32 12 7 13 52 48 +4 43
12 Crystal Palace 31 11 10 10 41 40 +1 43
13 Everton 32 8 14 10 34 38 -4 38
14 Man Utd 32 10 8 14 38 45 -7 38
15 Tottenham 32 11 4 17 60 49 +11 37
16 Wolves 32 10 5 17 47 61 -14 35
17 West Ham 32 9 8 15 36 54 -18 35
18 Ipswich Town 32 4 9 19 33 67 -34 21
19 Leicester 32 4 6 22 27 72 -45 18
20 Southampton 32 2 4 26 23 77 -54 10
Athugasemdir
banner