Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   þri 15. apríl 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vill snúa aftur til Svíþjóðar þegar verunni á Íslandi lýkur
 Simon Tibbling.
Simon Tibbling.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænski miðjumaðurinn Simon Tibbling hefur litið vel út í fyrstu leikjum Fram á tímabilinu.

Hann er áhugaverður prófíll sem gekk í raðir Fram í vetur. Hann er uppalinn hjá Djurgården og spilaði þrjú tímabil með aðalliðinu áður en hann var seldur til Groningen í Hollandi þar sem hann vann hollenska bikarinn.

Einnig lék hann með Bröndby, þar sem hann varð danskur bikarmeistari, ásamt því að hafa leikið með Emmen, Randers og nú síðast Sarpsborg í Noregi. Þá var hann hluti af U21 árs landsliði Svía sem vann Evrópumótið árið 2015 og leikið einn A-landsleik.

Tibbling, sem er þrítugur, hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu en hann hefur litið vel út í fyrstu leikjum Fram á tímabilinu. Í samtali við Expressen segist hann hafa vonast eftir því að snúa heim til Svíþjóðar en hann fékk engin tilboð þaðan.

„Mér fannst tímapunkturinn réttur til að snúa aftur heim en það komu engin tilboð, því miður," sagði Tibbling við Expressen.

Hann vonast til þess að snúa aftur heim til Svíþjóðar eftir veru sína á Íslandi.

„Það er mitt markmið. Ég hélt að ég myndi alltaf snúa aftur til Djurgården en ég er ekki viss um að svo verði."
Athugasemdir