Þeir Kristinn Freyr Sigurðsson og Aron Jóhannsson, miðjumenn Vals, voru ekki með liðinu gegn KR í gær en þeir eru að glíma við meiðsli.
Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari Vals, vonar að það sé ekki langt í að þeir geti spilað.
Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari Vals, vonar að það sé ekki langt í að þeir geti spilað.
Lestu um leikinn: KR 3 - 3 Valur
„Þetta var smá áhyggjuefni, Aron fékk slink í hné í leiknum á móti Vestra, reyndi að æfa en það gekk ekki upp. Kiddi var bara klár, átti að byrja leikinn en það kom einhver stingur í hælinn hjá honum á æfingu í gær (sunnudag) og því miður var hann ekki klár. Vonandi verða þeir ekki lengi frá," sagði Túfa í viðtali eftir leikinn í gær.
Næsti leikur Vals verður gegn Grindavík á laugardag í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins og svo er heimaleikur gegn KA miðvikudaginn 23. apríl í Bestu deildinni.
Athugasemdir