Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er að vinna í því að kaupa miðjumanninn Enzo Fernandez frá Benfica.
Nokkuð var fjallað um það í gær að hægst hefði á viðræðunum á milli félaganna, en það er ekkert útilokað enn.
Benfica borgaði um 10 milljónir evra til þess að kaupa Fernandez frá River Plate síðasta sumar og nú þarf Chelsea að borga meira en 120 milljónir evra til þess að kaupa þennan 21 árs gamla leikmann.
Chelsea hefur verið að reyna síðustu daga að fá Benfica til að lækka verðmiðann og segir portúgalski fjölmiðillinn Record frá því í dag að síðasta tilboð Chelsea hafi verið upp á 90 milljónir evra ásamt þremur leikmönnum.
Lundúnafélagið er að bjóða Benfica að fá Hakim Ziyech upp í kaupverðið og svo Andrey Santos og David Datro Fofana, sem eru báðir nýkomnir til félagsins, á láni.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta mál þróast en talað hefur verið um að Benfica muni ekki selja hann fyrir neitt minna en 120 milljón evra riftunarverðið í samningi hans. Mun félagið freistast til þess að selja hann fyrir minni upphæð en það?
Sjá einnig:
Uppgangur Enzo með hreinum ólíkindum - Ellefufaldast í verði á hálfu ári
Athugasemdir