Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   fim 05. janúar 2023 10:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðdælingar senda bréf á KSÍ - Vilja völl í nafni Pele
Eins og greint var frá á dögunum þá ætlar Gianni Infantino, forseti FIFA, að biðja öll aðildarríki sambandsins að endurskíra að minnsta kosti einn leikvang í höfuðið á brasilísku goðsögninni Pele.

Pele lést í síðustu viku eftir erfiða baráttu við veikindi. Hann var 82 ára gamall.

Pele er ein mesta goðsögn í sögu fótboltans en honum tókst að hjálpa Brasilíu að vinna heimsmeistaramótið í þrjú skipti.

Í gær barst svo bréf til KSÍ frá stjórn Ungmennafélagsins Hrafnkels Freysgoða í Breiðdal þar sem lýst er yfir vilja frá Breiðdælingum til að hýsa fótboltavöll sem væri nefndur í höfuðið á Pele.

Þetta kemur fram hjá Austurfrétt en þar segir að enginn fótboltavöllur sé á Breiðdalsvík í dag, ekki einu sinni sparkvöllur. Vonast er til þess að það muni breytast með Pele-vellinum.

„Stjórnin óskar því eftir stuðningi KSÍ við framtakið og frekari samtali þar um og bætir við að sannur heiður væri að heiðra minningu Pelé með að nefna völlinn eftir honum," segir í fréttinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner