Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   fim 05. janúar 2023 14:32
Elvar Geir Magnússon
Fulltrúar Shaktar verða á Brúnni í kvöld - Ræða við Chelsea um Mudryk
Fulltrúar frá úkraínska félaginu Shaktar Donetsk eru staddir í London en þar á meðal er Darijo Srna sem er yfirmaður fótboltamála hjá félaginu.

Þeir verða viðstaddir leik Chelsea og Manchester City á Stamford Bridge í kvöld og munu ræða við forráðamenn Chelsea um vængmanninn Mykhailo Mudryk.

Arsenal hefur verið í viðræðum við Shaktar um Mudryk og Chelsea er einnig með í baráttunni um leikmanninn. Mudryk heldur upp á 22 ára afmæli sitt í dag.

Shaktar setti 85 milljóna punda verðmiða á Mudryk og hefur hafnað öllum tilboðum í hann hingað til. Sagt er að Chelsea sé tilbúið að toppa öll þau tilboð sem Arsenal kemur með í leikmanninn.

Sjá einnig:
Mudryk setti læk við mynd af sér í fangaklefa
Athugasemdir
banner
banner