Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   fim 05. janúar 2023 16:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak segir Man Utd vera helsta draum sinn í fótboltanum
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson svaraði tíu laufléttum spurningum fyrir Football Talent Scout og birtust svörin á vefsíðu þeirra í dag.

Þar er Ísak meðal annars spurður hver sé hans helsti draumur í fótboltanum.

Þar segir hann: „Að spila fyrir Manchester United."

Ísak, sem er 19 ára gamall, er mikill stuðningsmaður United en hann hefur verið orðaður við félagið á síðustu árum. Hann var líka orðaður við önnur stórlið á borð við Liverpool, Juventus og Real Madrid.

Hann valdi hins vegar að fara til FC Kaupmannahöfn í Danmörku þar sem hann er að þróa leik sinn áfram.

Ísak á að baki 17 A-landsleiki og á hann klárlega framtíðina fyrir sér.

Sjá einnig:
Ísak nefnir stærsta félagið sem hefur reynt að fá hann


Athugasemdir
banner
banner
banner