Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson svaraði tíu laufléttum spurningum fyrir Football Talent Scout og birtust svörin á vefsíðu þeirra í dag.
Þar er Ísak meðal annars spurður hver sé hans helsti draumur í fótboltanum.
Þar segir hann: „Að spila fyrir Manchester United."
Ísak, sem er 19 ára gamall, er mikill stuðningsmaður United en hann hefur verið orðaður við félagið á síðustu árum. Hann var líka orðaður við önnur stórlið á borð við Liverpool, Juventus og Real Madrid.
Hann valdi hins vegar að fara til FC Kaupmannahöfn í Danmörku þar sem hann er að þróa leik sinn áfram.
Ísak á að baki 17 A-landsleiki og á hann klárlega framtíðina fyrir sér.
Sjá einnig:
Ísak nefnir stærsta félagið sem hefur reynt að fá hann
'10 questions to...' with Ísak Bergmann Jóhannesson! ????
— Football Talent Scout - Jacek Kulig (@FTalentScout) January 5, 2023
A 19-year-old FC Copenhagen midfielder. ????
The present and future of Icelandic football! ????????
??????https://t.co/3pmg0pSJKX
Athugasemdir