Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   fim 05. janúar 2023 12:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ten Hag var reiður í leikslok þrátt fyrir sigurinn
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: EPA
Hollendingurinn Erik ten Hag var ósáttur við lið sitt þrátt fyrir 3-0 sigur gegn Bournemouth fyrr í þessari viku.

United hefur unnið fjóra leiki af fjórum eftir að HM-pásunni löngu lauk. Liðið hefur unnið þrjás leiki í deildinni og tókst sömuleiðis að leggja Burnley að velli í deildabikarnum.

Ten Hag telur samt sem áður að liðið geti bætt spilamennsku sína til muna.

„Hann var ánægður með að við héldum hreinu en á sama tíma var hann frekar reiður," sagði markvörðurinn David de Gea við Manchester Evening News eftir leikinn.

„Við fengum á okkur of mörg færi og við vorum frekar opnir til baka undir lokin. Hann var því frekar reiður."

De Gea, sem er einn reynslumesti leikmaður liðsins, segir að Ten Hag, sem er á fyrsta tímabili sínu hjá félaginu, sé að standa sig vel.

„Hann er að standa sig vel. Hann er búinn að koma með góðan anda inn í félagið."

Sjá einnig:
Mynd sem ætti að gefa stuðningsmönnum Man Utd von fyrir framhaldið
Athugasemdir
banner
banner
banner