Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 05. janúar 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Jónatan Ingi: Finnst alls ekki ólíklegt að ég fari
Ég hef átt mín tvö bestu tímabil persónulega
Ég hef átt mín tvö bestu tímabil persónulega
Mynd: Sogndal
Ég vildi fara á stað þar sem það voru fleiri augu á deildinni og tók þessa ákvörðun sem ég sé ekki eftir í dag
Ég vildi fara á stað þar sem það voru fleiri augu á deildinni og tók þessa ákvörðun sem ég sé ekki eftir í dag
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Skil hann vel að hafa lent á þessu
Skil hann vel að hafa lent á þessu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ég skildi hann alveg
Ég skildi hann alveg
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Verður vonandi stór hlekkur í liðinu núna í ár
Verður vonandi stór hlekkur í liðinu núna í ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónatan Ingi Jónsson gekk í raðir norska félagsins Sogndal skömmu fyrir tímabilið 2022. Í nóvember kláraði hann því sitt annað tímabil í Noregi.

Hann er 24 ára vængmaður sem norska félagið keypti frá uppeldisfélaginu FH. Hann á að baki tvo A-landsleiki sem komu í nóvember 2022. Fótbolti.net ræddi við Jónatan um tímabilin tvö hjá Sogndal.

„Tíminn hjá Sogndal hefur að mestu verið bara góður. Ég hef átt mín tvö bestu tímabil persónulega og hef komið með beinum þætti að 43 mörkum í 68 leikjum. Ég áttaði mig alveg á því hvað ég væri að fara út í og hef gert það sem ég vildi gera hér. Þetta er hins vegar kannski ekki skemmtilegasti staður í heimi utan vallar og það spilar líka inn í. Ég hef samt verið mjög heppin að hafa Valdimar, Hödda og Óskar með mér ásamt fjölskyldu sem hefur verið hjá mér í smá tíma," sagði Jónatan.

Sogndal leikur í norsku B-deildinni og náði Jónatan tveggja stafa tölu í bæði mörkum og stoðsendingum tímabilið 2022. Fannstu að þú varst að spila þinn besta bolta á ferlinum til þessa? Umræðan var að þú varst búinn að vera öflugur með FH á undirbúningstímabilinu. Má segja að þú hafir komið á flugi inn í tímabilið með Sogndal?

„Já, það má alveg segja það. Það var erfið ákvörðun að fara en ég vildi fara á stað þar sem það voru fleiri augu á deildinni og tók þessa ákvörðun sem ég sé ekki eftir í dag. Ég þurfti samt að koma mér aðeins inn í hlutina þar sem ég kom bara viku fyrir mót en eftir 2-3 leiki var þetta bara geggjað."

Er Sogndal að spila bolta sem hentar þér vel?

„Já við höfum gert það oftast, og í rauninni þegar okkur hefur gengið vel höfum við spilað fótbolta sem hentaði mér og okkar liði vel."

Skildi Hödda að vilja fara heim
Fyrir síðasta tímabil fór Hörður Ingi Gunnarsson heim í FH. Voru vonbrigði að sjá á eftir Hödda?

„Já, auðvitað er alltaf vont að missa leikmenn eins og Hödda, sérstaklega þegar við erum góðir vinir. En hann hafði sínar ástæður og maður verður bara að virða þær og ég skildi hann alveg."

Áhugi frá Hollandi en Sogndal sagði nei
Voru einhverjir möguleikar að fara eftir 2022 tímabilið?
   01.07.2023 17:35
Segir Sogndal þurfa að læsa Jónatan inni til að halda honum

„Já, það voru tilboð sem komu og þá sérstaklega eitt lið sem ég hafði virkilega mikinn áhuga á, í Hollandi. Sogndal vildu ekki fara í neinar viðræður. En svona er bara fótboltinn og jafnvel þó það hafi verið svekkjandi þá er það bara áfram gakk."

Óskar á framtíðina fyrri sér
Óskar Borgþórsson var keyptur til Sogndal frá Fylki í sumarglugganum síðasta. Hvernig kom hann inn í hlutina?

„Hann byrjaði virkilega vel og við vorum í 2.-3. sæti á þeim tíma. Hann skorar og spilar vel en svo tók við hræðilegur kafli og þjálfararnir byrja að hreyfa liðið mikið. Hann á framtíðina fyrir sér og verður vonandi stór hlekkur í liðinu núna í ár."

Vel gert hjá Víkingi að landa Valdimar
Núna eftir tímabilið var Valdimar Þór Ingimundarson seldur til Víkings. Skildirðu Valdimar að vilja fara?

„Já, við erum mjög góðir vinir og tölum saman á hverjum degi. Ég held það hafi verið nokkrar ástæður og ég skil hann vel að hafa lent á þessu. Hann fer í gott Víkingslið og vel gert hjá þeim að hafa landað honum."

Höfðu gæði til að enda í 2. sæti en enduðu í 7. sæti
Hvernig fannst þér þitt tímabil 2023, hvað veldur því að þið komist ekki í umspilið?

„Mitt tímabil var þokkalegt heilt yfir. Endaði efstur í samanlögðum fjölda marka og stoðsendinga í liðinu en ég hefði viljað meira, þá sérstaklega í síðustu leikjunum þar sem við vorum í þvílíku brasi."

„Við áttum að mínu mati að enda í 2. sæti á eftir Frederikstad og vorum einfaldlega betri en þeir framan af. Við vorum bara ekki nægilega miskunnarlausir í að sækja 3 stig í leikjum sem við vorum miklu betri. Síðan eftir sumarfríið gjörsamlega hrynjum við í stigasöfnun og önnur lið stigu upp. Það skrifast bæði á þjálfara og leikmenn. Sogndal er klárlega lið sem á að minnsta kosti að vera í umspili og við bara klaufar að klúðra því."


Framtíðin opin
Hvernig horfir framtíðin við þér? Eru einhverjar líkur á því að þú farir annað?

„Framtíðin horfir þannig við að það er allt opið. Það er áhugi frá öðrum stöðum og mér finnst alls ekki ólíklegt að ég fari. Fótboltinn er þó þannig að maður veit aldrei hvað gerist en vonandi skýrist framhaldið í janúar," sagði Jónatan sem er samningsbundinn Sogndal út þetta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner