Liverpool hefur staðfest að Jurgen Klopp muni heimsækja félagið í maí. Hann mun ávarpa samkomu þann 23. maí en hann er titlaður heiðurssendiherra Liverpool eftir að hann lét af störfum sem stjóri.
Viðburðurinn verður tveimur dögum fyrir lokaleik Liverpool á tímabilinu, gegn Crystal Palace. Búast má við því að Kloppp mæti á þann leik og verði í stúkunni.
Viðburðurinn verður tveimur dögum fyrir lokaleik Liverpool á tímabilinu, gegn Crystal Palace. Búast má við því að Kloppp mæti á þann leik og verði í stúkunni.
Klopp hefur ekki mætt á Anfield síðan hann kvaddi félagið í fyrra. Hann tók sér stutt hlé frá fótbolta en varð síðan yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull.
Ekkert virðist geta komið í veg fyrir að Liverpool innsigli sinn 20. Englandsmeistaratitil á fyrsta tímabilinu undir stjórn Arne Slot. Samkvæmt fréttum hafa Klopp og Slot skipst á skilaboðum á meðan tímabilinu hefur staðið og Slot hefur oft sagt að Klopp sé velkominn á leiki eða æfingasvæðið hvenær sem hann vilji.
Athugasemdir