Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
   þri 08. apríl 2025 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tileinkaði ömmu sinni sigurmarkið - „Vonandi var hún að horfa"
Frattesi fagnar markinu
Frattesi fagnar markinu
Mynd: EPA
Davide Frattesi var hetja Inter þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Bayern í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Frattesi greindi frá því í dag að amma hans væri látin og það var mjög tilfinningaþrungin stund fyrir hann þegar hann skoraði.

„Ég hef allt mitt líf talið að hugarfarið mitt væri minn mesti styrkur og enginn gæti haft áhrif á mig. Þegar ég var að takast á við þetta reyndi ég að halda áfram en það varð of erfitt, það kom mér á óvart. Ég var svo náinn henni," sagði Frattesi.

„Hún tók þátt í þessu marki. Vonandi var hún að horfa og öskraði mig áfram þarna uppi."
Athugasemdir
banner