Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
   þri 08. apríl 2025 22:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bellingham: Bilaðir hlutir gerast á Bernabeu
Jude Bellingham
Jude Bellingham
Mynd: EPA
Evrópumeistarar Real Madrid steinlágu gegn Arsenal á Emirates í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Declan Rice skoraði tvö stórkostleg mörk beint úr aukaspyrnu og Mikel Merino innsiglaði 3-0 sigur.

Jude Bellingham, miðjumaður Real Madrid, er ekki búinn að játa sig sigraðan.

„Við vorum langt frá okkar besta. Það er staðreynd og Arsenal menn voru mjög góðir. Ég veit að tvö af mörkunum voru úr aukaspyrnu en þeir hefðu getað skorað miklu fleiri. Seinni leikurinn eftir og við höldum í það, við þurfum að gera eitthvað sérstakt, eitthvað bilað en það er einn staður sem bilaðir hlutir gerast og það er í okkar húsi. 90 mínútur í viðbót heima til að taka eitthvað úr pokanum," sagði Bellingham.

„Við erum enn á lífi, við eigum 90 mínútur af fótbolta eftir og allt getur gerst á Bernabeu."
Athugasemdir