
Íslenska U19 kvennalandsliðið vann öruggan sigur á jafnöldrum sínum frá Slóveníu í lokaleik sínum í undankeppni EM 2025.
Það var ljóst fyrir leikinn að liðið kæmist ekki á EM en það var mikilvægt að vinna leikinn upp á það að halda sæti sínu í A deild.
Það var ljóst fyrir leikinn að liðið kæmist ekki á EM en það var mikilvægt að vinna leikinn upp á það að halda sæti sínu í A deild.
Hrefna Jónsdóttir kom Íslandi yfir strax á fjórðu mínútu. Næsta mark kom í upphafi seinni hálfleiks en þá jafnaði Slóvenía metin.
Líf Joostdóttir van Bemmel kom Íslandi yfir stuttu síðar. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir bætti þriðja marki Íslands við á 83. mínútu og fjórum mínútum síðar innsiglaði Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir 4-1 sigur Íslands.
Athugasemdir